Beiðni um smíði bíllykils - BARA EF ALLIR LYKLAR ERU TÝNDIR

Ef allir lyklar eru týndir þá er um að gera að senda á okkur beiðni hér, við reynum eins og unnt er að afgreiða allar beiðnir í síðasta lagi daginn eftir.

ATH. ef, af einhverri ástæðu, þú þarft að hætta við eftir að hafa sent beiðnina þá VERÐUR það að gerast skriflega á póstfangið [email protected], það verður þó gjaldfært fyrir þá vinnu og efni sem þegar hefur verið sett í þetta sama verk á þeim tíma. Ef lykill er ekki sóttur til okkar innan viku eftir að hann er tilbúinn verður engu að síður sendur reikningur og lyklinum svo fargað viku síðar.

Gott er að skoða þessa síðu til að fá hugmynd um algengt verð þessarar þjónustu (smella á þennan texta).

Eftir að við fáum þessa beiðni til okkar verður farið yfir hana, tilheyrandi upplýsingar sóttar til umboða/framleiðanda og í framhaldi farið á staðinn og lykill forritaður við, ef við teljum einhverra hluta vegna að ferlið verði ekki á þennan veg munum við hafa samband áður en farið er af stað. Ef eitthvað hefur verið átt við bifreiðina áður og ekki tekst að forrita lykil af þeim sökum munum við setja gjald á þá vinnu sem unnin var fram að þeim tíma. Um leið og lykill er tilbúinn verður sent SMS á uppgefið GSM númer og þá er hægt að sækja lykilinn til okkar að Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO).

Miðað er við að verð á heimasíðu standist en bílarnir eru næstum jafn misjafnir eins og þeir eru margir og því þarf í einhverjum tilfellum að koma bílunum til okkar með dráttarbíl. Hægt er að sjá nánar hér https://lasar.is/billyklar/

Verð á seinni lykli (ef teknir eru tveir, eða fleiri, í sömu ferðinni) er alltaf mun minna en á fyrsta lyklinum.

Sending beiðnar jafngildir pöntun þessarar þjónustu og skuldbindingu greiðslu áfallins kostnaðar þar til verkið er afturkallað á tölvupósti eða klárað.

Vegna persónuverndarmála:

Ofangreindar uplýsingar eru ekki skráðar á nokkurn hátt annað en að þær skila sér á tölvupósti til okkar, sem við vinnum svo eftir.