Týndur bíllykill
Beiðni um smíði bíllykils - BARA EF ALLIR LYKLAR ERU TÝNDIR
Ef allir lyklar eru týndir þá er um að gera að senda á okkur beiðni hér, við reynum eins og unnt er að afgreiða allar beiðnir í síðasta lagi daginn eftir.
ATH. ef, af einhverri ástæðu, þú þarft að hætta við eftir að hafa sent beiðnina þá VERÐUR það að gerast skriflega á póstfangið [email protected], það verður þó gjaldfært fyrir þá vinnu og efni sem þegar hefur verið sett í þetta sama verk á þeim tíma. Ef lykill er ekki sóttur til okkar innan viku eftir að hann er tilbúinn verður engu að síður sendur reikningur og lyklinum svo fargað viku síðar.