Öryggisskápar
Lásar er í góðu sambandi við ýmsa framleiðendur öryggisskápa. Eigum mikið úrval skápa á lager. Við veljum bara skápa sem hægt er að þjónusta og teljum vera í góðum gæðum. Góðir öryggisskápar verða gulls ígildi þegar óprúttnir aðilar koma í heimsókn eða húsnæði brennur.
Það verður samt að segjast að þú færð það sem þú borgar fyrir – ef þú velur ódýran heimilisskáp eða ódýra útgáfu af öryggisskáp þá er öryggið aldrei borið saman við þá sem kosta meira, við erum með á lager það sem flestir eru tilbúnir til að borga, stundum einn og einn sem er betri og dýrari en oft þarf að sérpanta betri skápana því þar kemur líka til sérþarfir hvers og eins, sem betra er að hafa í huga þegar skápurinn kostar mikið.
Við bjóðum einnig stundum upp á notaða öryggisskápa sem hafa verið endurgerðir, öryggisskápar með reynslu. Ekki hika við að hafa samband til að kynna þér málið. Við mælum með að viðskiptavinir líti við í verslun okkar að Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO), fái ráðleggingar og virði skápana fyrir sér eða hafi samband og spyrji hvort til séu einhverjir notaðir.
Hér í vefversluninni má sjá þá skápa sem við erum með á lager.
Hægt er að skipta um tungumál efst til hægri.
Sérpantanir
Ekki hika við að hafa samband vegna sérpantana eða magnpantana, t.d. fyrir hótelskápa eða uppgjörsskápa síminn er 510-8888 (velja 2) eða hafa samband hér á síðunni
Vinsælustu skáparnir hjá okkur eru: uppgjörsskápar ( Protector MP1 og MP2), heimilisskápar (Protector), lyklaskápar (Keysafe, Vectra, ofl.), eldtraustir skápar, litlir skápar í t.d. húsbíla og seðlaskápar.
Nýjustu fréttir eru að Spænskur örygisskápaframleiðandi, OLLE, hefur valið okkur, að eigin frumkvæði, til að vera umboðsaðili þeirra hér á Íslandi.
OLLE framleiðir öryggisskápa sem eru bæði fallegir og í háum gæðaflokki.
Hér er hægt að skoða skápana þeirra en einnig er hægt að fá sérsmíðaða skápa. Sendu okkur línu og fáðu verð hjá okkur.