Lásar eiga gríðalegt úrval lykla á lager, yfir 12.000 mismunandi gerðir: kerfislyklar – húslyklar – bíllyklar – hirslulyklar – töskulyklar – hjólalásalyklar – póstkassalyklar – pípulyklar – skegglyklar – stjörnulyklar – peningaskápalyklar – tubular lyklar – abloy lyklar – flatir lyklar, lyklar í farangursbox ofl. ofl. Við hermismíðum lykla eftir þínum lykli – handsmíðum lykla eftir skránni – tölvusmíðum lykla eftir lykilnúmeri.

hýslyklar
kerfislyklar

Húslyklar eru fjölbreyttir og með misjafnan prófíl. Suma húslykla má fjölfalda, aðra ekki, líkt og lykla með lokaðan prófíl (á við um flest lyklakerfi og hágæðaöryggislykla). Í flestum tilfellum þarf leyfi frá formanni húsfélags, húsverði eða öðrum umsjónaraðila áður en slíkir lyklar eru fjölfaldaðir. Eigandi lyklakerfisins hefur sett þessar öryggisreglur þegar kerfið var smíðað og okkur er ekki heimilt að fara framhjá þeim reglum.

skegglyklar
lyklar
Brotabrot af lyklum sem eru í boði hjá Lásum.ehf.

Hjá okkur er að fá svokallaða háöryggissílindera, þar sem sýna þarf kort til að fá smíðaðan lykil. Þessir háöryggissílinderar eru bor- og pikkfríir. Hægt er að fá þessa lása bæði fyrir venjulega skorna lykla og boraða lykla. Lásar eru samstarfsaðili DormaKaba á Íslandi.

kerfis kort

Lásar smíðar nánast allar gerðir hús- og hirslulykla og er með eitt mesta úrval landsins af lyklum. Það skiptir ekki málið hvort þú hefur týnt lykli eða þig vantar aukalykil, líttu endilega við í verslun okkar á Skemmuvegi 4, blá gata, fyrir neðan BYKO. Síminn er 510-8888 (ýta á 2).