Barn í bíl – opnum frítt
Við hjá Lásum opnum frítt þegar barn læsist inni í bíl. Fyrirtækið er mjög stolt af verkefninu Barn í bíl, sem hefur verið í gangi frá því snemma árs 2014. Það er okkur eðlilslægt að gæta okkar eigin barna og annarra. Þess vegna þykir okkur, starfsfólki Lása, það einstaklega ánægjulegt að geta nýtt sérfræðikunnáttu okkar til að bjarga barni úr læstum bíl, á sem skemmstum tíma – endurgjaldslaust. Þetta er leið okkar til sýna samfélagslega ábyrgð og veita neyðaraðstoð. 2014-2022 fórum við 158 sinnum í Barn í bíl útköll.
Frá því við fórum að af stað með verkefnið höfum við bjargað fjölda barna og hvert tilfelli hefur verið afar ánægjulegt. Í flestum tilfellum læsti bíllinn sér sjálfur, jafnvel á meðan hann var í gangi. Stundum eru börn að leika með fjarstýringar og læsa óvart. Upp hafa komið tilfelli þar sem lykill læsist inni í skottinu og svona mætti lengi áfram telja. Slysin gera yfirleitt ekki boð á undan sér.
Gott er að skrúfa alltaf niður rúðu ef ætlunin er að hlaupa úr bílnum meðan hann er í gangi. Lásasmiður Lása veitir góð ráð í síma 510-8888 (1). Ekki hika við að hafa samband ef þú verður fyrir því óhappi að læsa lykilinn inn í bílnum.