Til eru margar gerðir af læsingum/ sílindrum og úrvalið hjá okkur má finna hér í netverslun. Ef fólk er í vafa má alltaf taka mynd af núverandi læsingu og koma með í verslunina til okkar eða senda okkur á tölvupósti. Algengustu læsingarnar eru ávalir sílinderar eða eurosílinder / prófílsílinder.

sílinderar
Nokkrar tegundir af læsingum sem eru í boði.

Með ávala þá þarf yfirleitt ekki að mæla, nýjum sílinder er bara skellt í á sama hátt og gamli var tekinn úr (oft vel hægt að nota sömu skrúfur áfram). Ef gamli sílinderinn hefur staðið mikið út fyrir róshettuna getur verið gott að fá sér þykkari róshettu (sjá hér í netverslun). Ávala sílindera er hægt að fá í lokuðu lyklakerfi þannig að framvísa þurfi ákveðnu korti til að fá að smíða lykil, eða með skráðan ábyrgðarmann á kerfinu sem þarf að gefa leyfi fyrir lyklasmíði.

Eurosílinderar / prófílsílinderar eru algengir t.d. inn í íbúðir á stigagangi. Það þarf að taka mynd af núverandi læsingu með málbandi við lásinn svo hægt sé að sjá hvaða lengd (dýpt). Hurðir eru nefninlega mjög misþykkar og svo eru þessar læsingar ekki alltaf samhverfar um miðju. Hér að neðan er mynd sem sýnir hvaða mál þarf að vera með á hreinu áður en nýr sílinder er keyptur. Þessir sílinderar fást fyrir lykil báðum megin eða lykill að utan og snerill að innan. Flestir fást í nokkrum litum.

læsingar
Þessar mælingar þurfa helst að vera þekktar til að hægt sé að kaupa nýjan lás / læsingu af tegundinni eurosílinder / prófílsílinder.

Hér á síðunni undir Fróðleikur má finna leiðbeiningar hvernig skrúfa á sílinder í hurð.

Síðan er hægt að fá smekklás-sílindera og svo kallaða „snowman“ sílindera sem passa inn í ýmsa hengilása. Þar fyrir utan fást alls konar skápalásar og póstkassasílinderar / póstkassalæsingar hjá okkur (sjá hér í vefverslun).

Raflásar

Við seljum t.d. snjalllása (raflása) frá Danalock sem hafa reynst vel. Danalock er „snerill“ sem settur er á hurðina innanverða og virkar yfir bluetooth tengingu upphaflega. Hægt er að opna hurðina með símanum, virkar á flestar hurðir. Þá þarf bara að vita hvernig læsing var í hurðinni fyrir (t.d. eurosílinder (f. neðan hurðahúninn) eða ávalur (fyrir ofan hurðahúninn)), sjá mynd af hurðum hér fyrir neðan. Hægt er að kaupa svo kallað Danabridge þannig að þú getur opnað hurðina hvaðan sem er úr heiminum. Sjá má meira um þessa lása í vefversluninni okkar (ýta hér). Einnig er hægt að vera með takkaborð sem kallast Danapad en þá getur þú stjórnað Danalock snerlinum utan frá án þess að vera með app í símanum. Danapad þolir allt veður og er því snilld hérna hjá okkur að auki má vel nota Danapad/Danalock fyrir Airbnb gesti og þá sérstaklega ef líka er notast við Danabridge.

raflásar
Svona lítur snjalllásinn út að innanverðu fyrir Euro-læsingu (neðan við hurðahún.
lásar
Eurolæsing (fyrir neðan hurðahún)
ával sílinder
Sandinavísk læsing, ávalur sílinder fyrir ofan hurðahún.

Þú getur gefið tímastilltan aðgang að læsingunni og færð þá skilaboð þegar sá sem þú veittir aðgang samþykkir og þegar snjalllásinn er notaður og getur í raun alltaf skoðað hvernær snjalllásinn er notaður.

Það sem er gott við Danalock snjalllásinn er að hann er settur í að innanverðu þar sem snerillinn var áður og það á að vera óþarfi að breyta hurðinni fyrir hann. Hann gengur fyrir rafhlöðum og þegar þær eru að klárast gefur hann frá sér merki. Það sem okkur finnst gott við þennan lás er að það er alltaf líka möguleiki á að nota lykil í sílinderinn að utanverðu ef skaðinn skeður og rafhlöðurnar hafa klárast.

Ekki hika við að hafa samband vegna uppsetningar eða fyrirspurnar í síma 510-8888 ýta á 2 eða skrifa okkur á Facbook eða tölvupósti á [email protected]. Hérna má finna yfirlit yfir fleiri möguleika með snjalllásum og raflæsingum sem eru í boði hjá okkur.