Eftir 1995 var sett ræsivarnarörflaga í flesta bíllykla. Þessa örflögu þarf að forrita eða para við bílinn svo hægt sé að ræsa. Misjafnt er eftir tegundum hvað gera þarf til þess að koma bílnum í gang en yfirleitt dugar að tengja hann við tölvu til þess að para saman nýja lykilinn og bílinn. Í sumum tilfellum þarf hins vegar að taka tölvuna úr bílnum og handmata hana á upplýsingum úr lyklinum, eða úr tölvu í lykil, í þeim tilfellum er verkið eitthvað kostnaðarsamara. Í flestum tilfellum komum við á staðinn og klárum dæmið eða vinnum á plani við verslun okkar. Ferlið hefst þó alltaf á því að þú hringir í síma: 510-8888 / 2 fyrir verslun. Þegar við höfum fengið þær upplýsingar sem við þurfum getum við betur svarað því hvað verkið kostar.

Það kemur líka fyrir að bílar „hendi bíllyklum úr minni“ gerist t.d. stundum ef bílar verða rafmagnslausir. Þá getur verið að þurfi að forrita bíllykilinn aftur við bílinn og Lásar ehf hafa tækjabúnað til að græja það.

Þú getur líka sent okkur verðfyrirspurn hér á síðunni: https://lasar.is/contact/