Við eigum til mikið úrval bæði original og aftermarket fjarstýringar. Fjarstýringar eða aukalykil (með fjarstýringu) er yfirleitt hægt að gera á 15-20 mín. Það eru einhverjir bílar sem eru erfiðari en aðrir og þurfa lengri tíma. Oftast er hægt að skilja bílana eftir hjá okkur að morgni og fá hann aftur seinnipartinn.
Stundum þarf að bóka tíma.

Stundum er hægt að lengja líf í gömlu fjarstýringunni með því að skipta bara um skel. Það er venjulega mun ódýrara en að kaupa alveg nýjan lykil með fjarstýringu. Í sumum tilfellum er það ekki hægt, t.d. ef örflagan er brotin og þá verður að kaupa nýjan lykil. Fjarstýringar geta líka orðið batteríslausar og þá er ekkert annað að gera en að skipta um rafhlöðu. Athugið, það skiptir máli hvernig rafhlaða er notuð (framleiðandi). Mjög áberandi er t.d. að rafhlöður frá IKEA henta ekki í nándarlykla og ekki heldur í margar fjarstýringar. Útkoman er venjulega sú að bíllinn heldur áfram að kvarta yfir því að það þurfi að skipta um rafhlöðu eða þá að fjarstýringin bara virkar ekki.

fjarstýringar

Við mælum gegn því að hafa marga lykla á sömu kippu og bíllykilinn en það er oft ástæðan fyrir því að hann brotnar auk þess að svissinn slitnar óþarflega hratt við þetta.

sviss

Lítið við í verslun okkar Skemmuvegi 4, blá gata (f. neðan BYKO) eða hringið í síma 510-8888 (ýta á 2) ef þið viljið fá frekari upplýsingar eða hafið samband hér á síðunni.

fjarstýringar lykill