Lyklakerfi og þjónusta

Lásar þjónusta húsfélög með ýmislegt t.d. uppsetningu á hurðapumpu, skipta um lása / sílindera ofl. Það er líka lykilatriði að húsfélög hafi gott lyklakerfi í húsnæði sínu og að umsjónarmaður húsnæðis hafi lista yfir þá sem mega láta gera lykla. Hægt er að framleiða hvert lyklakerfi eftir þörfum viðskiptavinar hverju sinni.

Lítið dæmi um aðgengi fyrir húsfélög gæti verið t.d. A, B, C og D lyklar:

„A“ masterlykill, passar að öllum
„B“ er að útihurð og söludeild
„C“ er að útihurð, lager og hengilásum á plani
„D“ er fyrir ræstingu, útihurð, söludeild og kaffistofu

Þetta er einungis smá brot af þeim möguleikum sem við getum útfært. Við getum smíðað sama lykilinn fyrir mismunandi sílendera, ávala, euro og t.d. hengilása. Allt eftir þörfum hvers og eins. Myndin að ofan fengin frá amlock útskýrir ágætlega hvernig svona lyklakerfi geta virkað.

Það er einnig hægt að framleiða lyklakerfi fyrir fjölbýlishús sem eru „opin“ og eru lyklar þá framleiddir gegn framvísun lykils og ekki er þörf á sérstakri beiðni. Algengast er að hver íbúi komist inn í sína íbúð + sameignahurðir, ekkert annað.

Árið 2012 keyptu Lásar kerfislykladeild Húsasmiðjunnar og þjónusta nú yfir 7000 kerfi víðs vegar um landið. Þessi kerfi eru fyrir húsfélög, fyrirtæki, o.fl.

Hér að neðan gefst stjórnarmönnum innan húsfélaga færi á að kynna sér hvað er í boði. Þetta er sérstaklega sniðið að húsfélögum og íbúum fjölbýlishúsa. Ekki hika við að senda fyrirspurn hér á síðunni eða á [email protected].

YSTU DYR

  •  Er láshúsið í lagi?

Við komum á staðinn og förum yfir lásbúnað hússins og lögum það sem þarf að laga. Algengt er að láshús séu slitin og jafnvel búið að fjarlægja öryggisbúnað úr þeim öryggisbúnað. Á eldri hurðum er einnig algengt að bilið milli stafs og hurðar sé of mikið, en þar er hægt að setja hlífðarplötu yfir.

  •  Skellist hurðin óþarflega fast, eða alls ekki?

Við stillum hurðarpumpurnar eða skiptum þeim út ef þurfa þykir.

  •  Eru sílinderar slitnir eða óþarflega margir lyklar í umferð?

Við skiptum um sílindera ef þeir eru orðnir slitnir. Í þeim tilfellum er bæði hægt að fá sílendera fyrir sama lykil og fyrir er í húsfélaginu, eða að skipta um allan hringinn fyrir einn lykil.

  •  Passar raflás í dyrasíma við láshúsið í hurðinni?

Mjög algengt er að láshús og raflásbúnaður í hurðum sem nota dyrasíma passi ekki saman. Þá hefur öryggispinni oft verið fjarlægður og hurðin því ávallt opin.

  •  Stendur sílinder meira en 2mm út úr sílinderhringnum?

Ef sílinder stendur meira en 2mm út úr sílinderhringnum er lítið mál að komast inn fyrir þjófa án nokkurs hávaða. Til að laga þetta er hægt að skipta um hring, en í öðrum tilfellum gæti þurft að setja styttri sílinder í hurðina.

GÓÐAR LAUSNIR

  •  Er sameignin eða íbúð og geymsla með ósamstæða sílindera?

Við getum smíðað höfuðlyklakerfi bæði í allt húsið eða aðeins þann hluta sem snýr að sameign. Höfuðlyklakerfi er hægt að sníða algjörlega að þörfum viðskiptavinar hverju sinni. Að auki er höfuðlyklakerfi vörn gegn því að hver sem er geti látið fjölfalda lykla að húsnæðinu. Annar kostur er að geta notað aðeins einn lykil fyrir allar hurðir í húsinu, sem hver og einn á að hafa aðgang að, þar með talið íbúðinni. Best að hringja í 510-8888 / verslun og biðja um kerfisdeild.

  •  Hurð (t.d. á geymslunni/svölunum) opnast út – innbrotavörn
Margar tegundir eru til af innbrotavörnum/járnum sum með kanti önnur ekki.
Líka til innbrotavörn langsum á hurð sem opnast út (SecuStrip).
Innbrotavörn (fæst hjá Lásum ehf) sett á hurð á jarðhæð sem opnast út.

Því miður er algengt að reynt sé að brjótast inn í geymslur og hjólageymslur og þegar hurðin opnast út er hægt að setja svona innbrotavörn / járn til að sporna gegn þessu á hurðina. Svona járn fást hjá Lásum ehf og einnig hægt að fá okkur í uppsetningu á þeim sé þess óskað. Hér er hlekkur á þau í netversluninni: ýta hér. Best er að fá mynd af hurðinni til að sjá hvaða járn passar best, en til eru nokkrar tegundir.