Algengar spurningar

…smíðað lykla?
   S: já, sennilega er hvergi annarstaðar á landinu jafn mikið úrval lykla og hjá okkur.


…smíðað bíllykla með fjarstýringu?
   S: já, við eigum nokkuð á lager af fjarstýringarlyklum í bíla, einnig lausar fjarstýringar. Við getum líka pantað þessa lykla fyrir bílinn þinn og skorið þá og forritað.


 …opnað peningaskáp?
   S: já, við höfum opnað og gert við allt frá minnstu skápum til hvelfingahurða.


…breytt sílendrum í bílum svo einn lykill passi í alla?
   S: já, eina reglan er að lykillinn passi inní alla sílendrana, þetta gildir líka um húsasílendra.


…lagað læsingar?
   S: já, við getum lagað flestar læsingar og sílendra.


…brýnt hnífa?
   S: nei, við höfum ekki gert út á það, Skóarinn í Hafnarfirði gæti hjálpað til með það.


…skipt um rafhlöðu í fjarstýringarlykli?
   S: Já, við eigum flestar gerðir rafhlaða í fjarstýringarlykla á lager.


húsnæði

Húsnæði


Þegar flutt er í nýtt húsnæði er algjört lykilatriði hvað öryggi varðar að skipta um sílinder eða láta okkur breyta honum fyrir nýjan lykil. Einnig ef um er að ræða gamla eign þar sem sílinder er orðinn mjög slitinn. Heyrið í okkur í síma 510-8888 (velja 2) eða lítið við í verslun okkar og fáið ráð, Skemmuvegur 4, blá gata (fyrir neðan BYKO).


Ef sílinder er úti er gott að smyrja hann með olíu á 1-2 mánaða fresti. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef um prófílsílinder er að ræða, en á honum eru pinnarnir í neðanverðum sílinderunum og safna því í sig ryki úr andrúmsloftinu og ló úr vösunum.


Lásar ehf mæla með að láshúsin sjálf séu smurð 1-2 sinnum á ári. Þetta er mjög mikilvægt ef um er að ræða 3-punkta skrár en þá skal smyrja í alla hreyfanlega hluti. Þriggja punkta skrár geta verið dýrar og mikilvægt að halda þeim vel við.


Ef þú ert með 3 punkta (eða fleiri) láshús sem er bilað þá getum við í flestum tilfellum fundið passandi láshús, úrvalið er gríðarlegt samt svo það er betra að mæla allt vel, til þess erum við með sérstakt eyðublað sem þú getur fyllt út og sent okkur. Smelltu á þennan texta og sæktu þér eyðublaðið.

 1. Eru mikil verðmæti á glámbekk á heimilinu?
  Öryggiskerfi og öryggisskápar í miklu úrvali, ekki láta ræna verðmætunum.
 2. Vantar lykla í hirslur, póstkassa eða eitthvað annað?
  Komum á staðinn og finnum bestu lausnina, annað hvort með því að smíða lykla eða að skipta um læsingu.
 3. Þarf að skipta um lása í póstkössum eða hurðum?
  Komum og skiptum um allar þær læsingar sem hugsast getur.
 4. Eru læsingar bilaðar?
  Þú getur annað hvort komið með bilaðar læsingar til okkar, eða við komið til þín, sótt þær og lagað.

bílar

Bílar


Bílar eru flestir með fjarlæsingar og því eru sílinderar ekkert notaðir. Með tímanum gróa þeir því fastir og þegar fjarstýring bilar eða verður rafmagnslaus þá er engin leið inn í bílinn.


Til að losna við þessi óþægindi er snjallt að smyrja alla sílindera einu sinni í mánuði og snúa þeim með lykli (það er óþarfi að sprauta í svissinn).


Frosinn sílinder: Þegar sílinder frýs á veturna má sprauta ísvara inn í hannog hinkra í smá stund, sprauta því næst olíu og opna svo. (ísvarinn eyðir olíunni sem fyrir er í sílindernum). Lásar – mæla með Pro Long til smurningar sílindra og læsinga sem fæst líka hjá okkur. Gott er að láta smyrja dyr og læsingar reglulega.


Annað gott ráð er að skrúfa niður rúðu, annað hvort bílstjóra- eða farþegamegin, þegar farið er út úr bílnum og hann í gangi (t.d. til að skafa frost af rúðunum), því bílar í gangi eiga það til að læsa sér. Það er ekki gaman að lenda í því að læsa lykla inni í bílnum á leið til vinnu eða skóla.


Að lokum bendum við fólki á að eiga aukalykil að bílnum því aukalykill kostar marfalt minna en nýr bíllykill, þegar allir lyklar hafa glatast.


Heyrið í okkur í síma 510-8888 (velja 2) og athugið hvernig við getum aðstoðað.


kerfislyklar

Kerfislyklar


Til að varast fýluferð í verslun er gott að athuga hver er með réttindi til að taka út lykla í lokuðu lyklakerfi. Stundum þarf formaður húsfélags að gefa leyfi. Þá er annað hvort hægt að koma með skriflegt leyfi þess efnis til okkar, eða að formaður sendir tölvupóst á kerfi(hja)lasar.is áður en viðkomandi kemur í verslun og tilgreinir þar hver fær leyfi, hvaða lykil viðkomandi megi láta smíða og hversu mörg eintök. Þetta virðist allt vera flókið en er gert til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar. Lásar ehf mæla einnig með að færa prófkúru á réttan aðila við sölu á eign.