Lyklaskil
Fyrir þá viðskiptavini Lása sem komast ekki á opnunartíma verslunarinnar má skilja bílinn eftir læstan fyrir utan hjá okkur og setja lyklana í lyklaskilaboxið á aðalhurðinni. Þessi möguleiki er vel nýttur enda ekki gefið að allir komist á opnunartíma verslunar. Sumir draga meira að segja bílinn sjálfir til okkar eftir vinnutíma. Þessir skápar fyrir lyklaskil eru einnig til sölu hjá okkur og hafa verið notaðir á bílaleigum, svo dæmi sé tekið.
Líttu við í verslun okkar á Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO) eða hafðu samband í síma 510-8888 (ýta á 2) ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi lyklaskil (dropbox). Einnig má senda okkur fyrirspurn hér á síðunni.