Öryggisskápar
Lásar – Neyðarþjónustan er í góðu sambandi við ýmsa framleiðendur öryggisskápa. Eigum mikið úrval skápa á lager. Við veljum bara skápa sem hægt er að þjónusta og teljum vera í góðum gæðum. Góður peningaskápur verður gulls ígildi þegar óprúttnir aðilar koma í heimsókn eða húsnæði brennur.

Við bjóðum einnig stundum upp á notaða öryggisskápa sem hafa verið endurgerðir, öryggisskápa með reynslu. Ekki hika við að hafa samband til að kynna þér málið. Við mælum með að viðskiptavinir líti við í verslun okkar að Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO), fái ráðleggingar og virði skápana fyrir sér eða hafi samband og spyrji hvort til séu einhverjir notaðir.
Hér í vefversluninni má sjá þá skápa sem við erum með á lager.

Hægt er að skipta um tungumál efst til hægri.

Sérpantanir
Ekki hika við að hafa samband vegna sérpantana eða magnpantana, t.d. fyrir hótelskápa eða uppgjörsskápa síminn er 510-8888 (velja 2) eða hafa samband hér á síðunni
Vinsælustu skáparnir hjá okkur eru: uppgjörsskápar ( Protector MP1 og MP2), heimilisskápar (Protector), lyklaskápar (Keysafe, Vectra, ofl.), eldtraustir skápar, litlir skápar í t.d. húsbíla og seðlaskápar.
