EF ENGINN VIRKUR BÍLLYKILL ER TIL

Ef allir bíllyklar eru týndir og bíllinn á stór-höfuðborgarsvæðinu þá er um að gera að senda á okkur beiðni hér, við byrjum á því að taka saman allar upplýsingar og sendum þér svo verð, og annað, til samþykktar rafrænt, því þarf að vera með rafræn skilríki í síma,við reynum eins og unnt er að afgreiða allar beiðnir í síðasta lagi daginn eftir. Ef um fyrirtækjabíl er að ræða þá þarf samt að setja inn kennitölu og símanúmer þess sem biður um og skrifar undir, kennitölu fyrirtækis má bæta við í texta í forminu.
Ekkert verður gert fyrr en skrifað hefur verið undir rafrænt.
ATH. ef, af einhverri ástæðu, þú þarft að hætta við eftir að hafa skrifað undir beiðnina þá VERÐUR það að gerast skriflega á póstfangið [email protected], það verður þó gjaldfært fyrir þá vinnu og efni sem þegar hefur verið sett í þetta sama verk á þeim tíma. Ef lykill er ekki sóttur til okkar innan viku eftir að hann er tilbúinn verður engu að síður sendur reikningur og lyklinum svo fargað viku síðar.
Ef bíllinn er utan höfuðborgarsvæðisins þá er betra að byrja á því að senda okkur allar uppslýsingar fyrst á lasar(hja)lasar.is

Lyklarnir okkar eru í flestum tilfellum ekki orginal – ef lyklarnir þínir voru með aukatökkum (t.d. fjarstart) þá þarf það að koma fram í athugasemdum.

EF BÍLLINN ER Á KAFI Í SNJÓ ÞÁ FÖRUM VIÐ AFTUR, við þurfum að hafa aðgang að bílstjórahurð OG vélarhlíf – við komum ekki til að moka eða skafa, aðeins til að gera lykla.



Eftir að beiðnin hefur verið undirrituð verða tilheyrandi upplýsingar sóttar til umboðs/framleiðanda (í þeim tilfellum sem það er hægt) og í framhaldi farið á staðinn og lykill forritaður við, ef í ljós kemur að ferlið verði ekki á þennan veg munum við hafa samband áður en farið er af stað. Ef eitthvað hefur verið átt við bifreiðina áður eða hún ekki í því ástandi að hægt sé að forrita lykil við, munum við setja gjald á þá vinnu sem unnin var fram að þeim tíma er það kemur í ljós. Um leið og lykill er tilbúinn verður sent SMS á uppgefið GSM númer og þá er hægt að sækja lykilinn til okkar að Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO).