Lásaopnanir

Lásaopnanir: Opnum læst húsnæði, bíla, hirslur og peningaskápa mán-fim kl 08-17 og föstud. frá kl. 08-16. Verð má finna undir flipanum verðskrá hér á síðunni. Ef þú hefur læst þig úti og kemst ekki inn í bíl eða húsnæði, ekki hika við að hringja í Lása í síma 510-8888. Lásasmiður á vakt er með allt sem til þarf til að komast inn í húsnæði eða bíl, og ýmsa varahluti í bílnum ef gera þarf við. Sýna þarf persónuskilríki fyrir vinnuskýrslu.

Barn læst í bíl – opnum frítt

Lásar kynnir með stolti verkefnið: „Barni bjargað úr læstum bíl“. Okkur þykir það eðlilegasti hlutur í heimi að gæta okkar eigin barna og annarra. Það er okkur hjá Lásum því einstaklega ánægjulegt að geta nýtt sérfræðikunnáttu okkar til að bjarga barni úr læstum bíl, á sem skemmstum tíma. Þessi þjónusta er gjaldfrjáls og okkar leið til sýna samfélagslega ábyrgð. Þjónustan hefur verið í boði og gjaldfrjáls síðan á vormánuðum 2014 og síðan þá hafa Lásar bjargað fjölmörgum börnum úr læstum bíl.