Lásar ehf eiga til lykilbox/lyklabox sem henta vel m.a. fyrir sumarbústaði eða AirBnB (t.d. þar sem útleiga er eða margir eigendur, gott fyrir aukalykla) eða bara fyrir utan heimilið. Þetta eru sterk box sem fest eru á vegg, rúma 1-3 lykla og veðurþolin. Ein vinsælasta varan okkar.

Master lyklabox með veðurhlíf

Sjá hér í netversluninni

Minnsta mál er að aðstoða við að setja kóðann inn ef þess er óskað. Auðvelt er að breyta kóðanum seinna en best að leggja hann vel á minnið, prófa kóðann með boxið í opinni stöðu fyrst og sjá hvort virkar, því ef kóðinn gleymist þá er nánast ógerlegt að komast inn í boxin án þess að skemma þau. Eins þegar skipt er um kóða er best að prófa hann með boxið í opinni stöðu fyrst og sjá hvort opnist/nýr kóði sé kominn inn.

Eigum einnig til lyklaskápa í miklu úrvali og getum sérpantað ýmsar gerðir lyklaskápa t.d. fyrir nokkur þúsund lykla. Hér má sjá það sem er í vefverslun: https://lasar.is/product-category/lyklaskapar/

Lyklaskápar af ýmsum stærðum.

Flestir okkar skápar eru með mekkanískum númeralásum. Lásar ehf. geta sérpantað ýmsar stærðir. Gott fyrir þá sem þurfa geyma marga lykla á tryggum stað.

Þessi lyklaskápur lítur út eins og myndarammi, hægt að skipta um mynd.

Hægt er að líta við í verslun okkar á Skemmuvegi 4, blá gata (f neðan BYKO) eða hafa samband hér á síðunni ef óskað er eftir stærri skápum eða stórri pöntun. 510-8888 (ýta á 2).