Bíllyklar verða flóknari með hverju árinu og þess vegna getur verið býsna kostnaðarsamt að týna síðasta eða eina bíllyklinum. Við hjá Lásum erum þó vel í stakk búin til að gera nýja lykla (líka kubbalykla) í langflestar gerðir bíla. Nánast allir bílar frá árinu 1995 eru búnir ræsivörn sem virkar þannig að í lykilhausnum er lítil örflaga sem forrita þarf við tölvu bílsins til þess að hann fari í gang. Þetta hefur ekkert með fjarlæsingar að gera. Við smíðum bíllykla fyrir þig með eða án flögu og oftast samdægurs. Gerum líka við læsingarnar ef þær eru vandamálið (eða svissinn). Stundum virkar innihaldið en skelin er brotin – oftast hægt að skipta um lykilskel/-hús meðan þú bíður.

bíllyklar

ALLIR BÍLLYKLAR TÝNDIR

Misjafnt er eftir tegundum hvað gera þarf til þess að koma bílnum í gang en yfirleitt dugar að tengja hann við tölvu til þess að para saman nýja lykilinn og bílinn. Í sumum tilfellum þarf hinsvegar að taka tölvuna úr bílnum og handmata hana á upplýsingum úr lyklinum, eða úr tölvu í lykil, í þeim tilfellum er verkið eitthvað kostnaðarsamara.

Í flestum tilfellum komum við á staðinn og klárum dæmið. Ferlið hefst þó alltaf á því að þú sendir okkur beiðni, þegar hún er komin skoðum við hvað þarf að gera og hvað það gæti kostað, sendum þér svo sömu beiðni, með auka texta (verð oþh) til baka í sms og það þarft þú að undirrita rafrænt áður en við getum byrjað. Það þarf alltaf að notast við kennitölu verkbeiðanda og símanúmer sem skráð er með rafrænni undirskrift, seinna er hægt að skrifa reikninginn á fyrirtæki ef svo ber undir. Ef lykill finnst eftir að skrifað hefur verið undir þá þarf að koma tölvupóstur þess eðlis á lasar(hja)lasar.is en þá hættum við verkinu en munum engu að síður gjaldfæra það sem þegar hefur verið unnið.


Það eru til bíllyklar í eldri bíla, fornbíla og bíllyklar geta verið smíðaðir eftir læsingum, svissum oþh ef enginn lykill er til fyrir. Ekki hika við að hafa samband í 510-8888 (velja 2 fyrir verslun) eða koma við á Skemmuvegi 4, blá gata fyrir neðan BYKO Kópavogi.  

Nú getum við forritað BMW smart-lykillinn í flestar útgáfur F-gerðarinnar

bíllyklar

Lásar býr yfir stórum og fjölbreyttum lager af eftirmarkaðsbíllyklum (e. aftermarket) sem og mörgum upprunalegum lyklum – hvort sem hentar betur. Við reynum eftir fremsta megni að klára hvert verk samdægurs en þegar það er ekki hægt er miðað við næsta virka dag. Við getum heimsótt viðskiptavini á landsbyggðinni, en því fylgir þó meiri kostnaður. Í flestum tilfellum er lykillinn skorinn hjá okkur í Kópavogi og síðan sendur á þjónustuverkstæði eða umboð á landsbyggðinni sem forritar lykilinn við bílinn. Í mörgum tilfellum er einnig hægt að senda tölvuna úr bílnum til okkar og við forritum lykilinn beint við hana.

bíllyklar

 1. Við opnum flesta bíla, drögum lykilbrot úr sílinderum, gerum við sílindera og svissa og breytum þeim eftir lykli
 2. Við getum smíðað og forritað lykla í flestar gerðir bíla, hvort sem lykill er til eða ekki
 3. Við eigum á lager, sílindera og svissa í flestar gerðir bíla
 4. Yfir 630 vöruflokkar, allt á góðu verði. Röðum lásunum upp fyrir lykilinn þinn
 5. Mikið til af orginal lyklum með fjarstýringum, einnig fjarstýringar í ameríska bíla
 6. Við sérpöntum lykla í nær alla bíla og forritum þá við sömuleiðis, hvort sem lykill er til fyrir eða ekki
 7. Ef sílinderar eru ekkert notaðir t.d. ef samlæsingar eru á bílnum eða fjarlæsingar þá gróa sílinderar fastir. Þetta getum við lagað og gert þá eins og nýja. Það er ekkert gaman þegar fjarstýringin bilar eða bíllinn verður rafmagnslaus og sílindarnir fastir – við komum þessu í lag.
 8. Ef sílinderar eru mikið notaðir þá slitna þeir að sjálfsögðu. Í sumum tilfellum dugar að skipta um stýriskífurnar en aðra sílindera þarf að skipta um. Við eigum þá flesta til á lager (í flestum tilfellum mun ódýrari en hjá umboðunum) og getum þá breytt þeim svo lykillinn þinn passi. Komdu bara með bílinn til okkar á milli klukkan 8 og 11, við metum hvað er ódýrast eða hentugast, vinnum verkið og þú færð hann aftur sama dag.
 9. Bílaopnanir, alhliða lásaviðgerðir, breyting á sílinder eða sviss og margt fleira

bíllyklar
Hægt er að skipta um skel á langflestum bíllyklum – ef innihaldið á gömlu virkar.

Ef svissinn í bílnum er farinn að haga sér einkennilega borgar sig að koma með bílinn STRAX og spara þannig mikinn pening, því þegar svissinn bilar alveg þarf að borga kranabíl og nýjan sviss og verkið verður mun kostnaðarsamara. Hafðu þó í huga að oft er það lykilinn sem er vandamálið – við sjáum það fljótt – komdu við.

Áherslubreytingar vegna bíllykla

 1. Í grunninn þá seljum við bara tilbúna bíllykla, skorna og forritaða, þegar það á við, svoleiðis vitum við að allt er eins og á að vera þegar greitt er.
 2. Ef þú getur forritað lykil sjálf/ur og vilt fá hann óforritaðan frá okkur þá er hann án ábyrgðar og hann verður ekki tekinn aftur, hvorki lykill né flaga, við mælum alltaf með, í þessum tilfellum, að þú kaupir lykilinn í tilheyrandi umboði til þess að útiloka alveg mistök í vali á lykli og flögu.
 3. Ef þú kemur með lykil sem keyptur er erlendis eða af vefsíðu þá kostar 5.000 aukalega við venjulegt gjald  að skera þann lykil, ef þú vilt að við forritum hann líka þá mun það kosta aðrar auka 5.000 krónur, hvort tveggja óafturkræft.

Ástæðan

Bílar eru næstum jafn misjafnir og þeir eru margir, þeir notast við misjafnar flögur, oft innan sama árs, flögur geta læsts þó að ekki takist að forrita hana við, bæði vegna þess að flagan er ekki rétt og vegna þess að búnaðurinn sem notaður er við forritun er ekki nægilega góður, og því tökum við ekki “óforritaða” flögulykla til baka Lyklar eru í boði á mörgum stöðum og venjulega er það þannig að því ódýrari sem þeir eru því verri gæði, stálið í lykilefninu harðara (sem skemmir skerhjólin og fræsana okkar) og lykilskelin úr stökkara plasti (lykillinn endist skemur) og ofan á það allt þá eru mismunandi tíðnir og mismunandi flögur, við skoðum ekkert af þessu þegar þú biður okkur um að skera lykilinn en ef við eigum að forrita hann líka þá skoðum við hvort þessir hlutir passi áður en við byrjum (það er samt engin trygging fyrir því að forritun muni heppnast).