Bíllyklar

  • Volvo aukalykill

Snjalllásar – raflásar

Við seljum t.d. snjalllása (raflása) frá Danalock sem hafa reynst vel. Danalock er „snerill“ sem settur er á hurðina innanverða og virkar yfir bluetooth tengingu upphaflega. Hægt er að opna hurðina með símanum, virkar á flestar hurðir. Þá þarf bara að vita hvernig læsing var í hurðinni fyrir (t.d. eurosílinder (f. neðan hurðahúninn) eða ávalur (fyrir ofan hurðahúninn)), sjá mynd af hurðum hér fyrir neðan. Hægt er að kaupa svo kallað Danabridge þannig að þú getur opnað hurðina hvaðan sem er úr heiminum. Sjá má meira um þessa lása í vefversluninni okkar (ýta hér). Einnig er hægt að vera með takkaborð sem kallast Danapad en þá getur þú stjórnað Danalock snerlinum utan frá án þess að vera með app í símanum. Danapad þolir allt veður og er því snilld hérna hjá okkur að auki má vel nota Danapad/Danalock fyrir Airbnb gesti og þá sérstaklega ef líka er notast við Danabridge.

Þú getur gefið tímastilltan aðgang að læsingunni og færð þá skilaboð þegar sá sem þú veittir aðgang samþykkir og þegar snjalllásinn er notaður og getur í raun alltaf skoðað hvernær snjalllásinn er notaður.

Það sem er gott við Danalock snjalllásinn er að hann er settur í að innanverðu þar sem snerillinn var áður og það á að vera óþarfi að breyta hurðinni fyrir hann. Hann gengur fyrir rafhlöðum og þegar þær eru að klárast gefur hann frá sér merki. Það sem okkur finnst gott við þennan lás er að það er alltaf líka möguleiki á að nota lykil í sílinderinn að utanverðu ef skaðinn skeður og rafhlöðurnar hafa klárast.

Ekki hika við að hafa samband vegna uppsetningar eða fyrirspurnar í síma 510-8888 ýta á 2 eða skrifa okkur á Facbook eða tölvupósti á [email protected]. Einnig er hér yfirlit yfir fleiri raflása hjá okkur, ýtið hér.

Týndir bíllyklar

Það getur valdið áhyggjum og skapað óþarfa óþægindi í lífi fólks ef það lendir í að týna bíllyklunum þínum, eða þeim hafi verið stolið. Fyrst er að rekja ferðir þínar, þú gætir fundið lykilinn við það. Ef þú hins vegar ert búin/-nn að gefa upp á bátinn að þú finnir lyklana þá er mikilvægt að fá nýja lykla í staðinn sem fyrst. Hér er góður staður að byrja á og senda okkur beiðni/fyrirspurn: https://lasar.is/tyndur-billykill/ Þú getur að sjálfssögðu líka haft samband við bílaumboðið þitt en í mörgum tilvikum væri lásasmiður með þjónustuna samdægurs og ef til vill hagkvæmari.

Lyklum stolið

Hafi lyklunum verið stolið eða grunur sé um það þá líta málin aðeins öðruvísi út og sjálfsagt að tilkynna tryggingafélagi og lögreglu um málið. Þú ættir að útiloka gömlu lyklana alveg með því að fá þér nýja lykla, láta lásasmið henda hinum lyklunum út úr minni bílsins ÁSAMT því að láta lásasmið endurraða læsingunum í bílnum. Það er gert til þess að gamli lykillinn geti ekki gengið í lásana í hurðunum. Gamli lykillinn (sem búið er að henda úr minni) getur nefninlega enn opnað læsingar bílsins hafi þeim ekki verið breytt (þó hann geti ekki ræst hann).  Sendu okkur beiðni/fyrirspurn hér: https://lasar.is/tyndir-billyklar/ eða hringdu í síma 5108888 veldu 2 fyrir verslun.

Sé einhverra hluta vegna einhver bið í nýja lykilinn er gott að geyma bílinn á öðrum stað (láta draga hann í burtu), t.d. lokaðan inni í bílskúr eða leggja öðru faratæki fyrir hann.  En alltaf þarf að byrja á að senda okkur beiðni/fyrirspurn: https://lasar.is/tyndir-billyklar/

Hvað kosta bíllyklar?

Bílar koma í mörgum tegundum og gerðum og hvort sem bíllinn þinn er með föstum fjarstýringalykli, lykilblaði sem skýst út (flip), föstum bíllykli með örflögu eða bara lyklalausu aðgengi, þá er verðið jafnmisjafnt og bílarnir eru margir. Þeir þættir sem spila mest inn í eru:

  1. Tegund bíls
  2. Árgerð
  3. Hvar bíllinn er staðsettur (ef allir lyklar eru týndir)

Besta leiðin til að forvitnast um verð fyrir ´bílinn þinn er að senda okkur línu hér: https://lasar.is/tyndur-billykill/ og við flettum bílnum upp eftir bílnúmeri og getum gefið þér verð. Í sumum tilvikum þurfum við að fá bílana dregna til okkar en öðrum tilvikum þá er ferlið svona:

  1. Við fáum beiðni senda https://lasar.is/tyndir-billyklar/
  2. Flettum bílnum upp og finnum verð, sendum það tilbaka með upplýsingum og fáum rafræna undirskrift og samþykki ykkar
  3. Stundum þarf að nálgast ýmis númer frá bílaumboðunum
  4. Lásasmiður forritar lykilinn við bílinn á staðnum
  5. Viðskiptavinur fær SMS um að lykillinn sé tilbúinn, skorinn og forritaður við bílinn og má sækja í verslun okkar að Skemmuvegi 4.

Nýr opnunartími

Mánudagar-fimmtudagar: kl 08-17

Föstudagar kl: 08-16

UN Women

Lásar gerðist líka bakhjarl UN Women á Íslandi árið 2020. Eins og segir á heimasíðu þeirra: „UN Women fer með umboð SÞ til að vinna að jafnrétti kynjanna og stuðla að því að stefnumótun í þróunarstarfi taki mið af jafnréttissjónarmiðum og réttindum kvenna í samræmi við alþjóðleg markmið. UN Women veitir tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þáttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og verkefni sem stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum. Starfsemi UN Women er eingöngu byggð á frjálsum framlögum aðlidarríkja SÞ, einkaaðilum og frá frjálsum félagasamtökum.“ Bendum á FO-húfuna sem er í sölu núna hjá þeim ásamt mörgu öðru sem finna má hér í verslun þeirra: https://gjafaverslun.unwomen.is/

Svartur hurðahúnn

Svartir húrðahúnar eru mjög vinsælir þessa dagana og róshettur í stíl, við uppfærðum vefverslunina hér: https://lasar.is/product-category/hunar-og-skilti/

Öryggisskápar

Í ljósi COVID19 er orðið eftirsóttara að eiga öryggisskáp á heimilinu og þeir rjúka út hjá okkur. Við seljum margar stærðir og gerðir (sjá vefverslun) en sumum finnst gott að koma í verslunina og sjá með eigin augum til að átta sig á hversu mikið kemst fyrir í þeim og hvort þeir passi inn hjá þeim. Annars ættu öll mál að vera á vefversluninni.

Þriggja punkta skrár

Ef þú ert með 3 punkta (eða fleiri) láshús sem er bilað þá getum við í flestum tilfellum fundið passandi láshús, úrvalið er gríðarlegt samt svo það er betra að mæla allt vel, til þess erum við með sérstakt eyðublað sem þú getur fyllt út og sent okkur.

Við erum öll Almannavarnir

Við hlökkum öll til þegar þetta Covid tímabil mun taka enda en hjá okkur er verslunin opin virka daga kl 8-17, Skemmuvegi 4. Þar er plexigler sem vörn yfir afgreiðsluborðið ásamt því að hanskar, spritt og grímur eru í boði við innganginn. Svo er auðvitað líka hægt að skoða netverslunina okkar á www.lasar.is, senda okkur línu á [email protected] eða hringja í okkur 510-8888 ýta á 2 og sjá hvernig við getum aðstoðað.

Öryggisskápar seljast

Góð sala hefur verið í öryggisskápum að undanförnu. Þeir kosta oft minna en árgjald öryggishólfa og þú kemst í skápinn þinn þegar þér hentar. Sjá meira hér:

https://lasar.is/product-category/oryggisskapar/

Bakvarðasveit

Lásar ehf hafa í mörg ár keypt stóru björgunarfólksstyttuna. En gerðumst á dögunum Bakvörður björgunarsveita landsins sem vinna mjög svo mikilvæg verkefni og leggja með þeim hætti sitt af mörkum til starfsins með mánaðarlegum greiðslum þeim til stuðnings.

https://www.landsbjorg.is/felagid/tekjur-og-fjaraflanir/bakvardasveitin

Steen Allermand

Við viljum minnast Steen Allermand fyrrum frkv.st. Kaba í Danmörku, f. 1959, d. 2019, en hann var mikill hugsuður og brann mikið fyrir lása, lykla og alla tækni þar í kring. Hann sýndi okkur alltaf mikla virðingu og við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum.

Vefverslun

Endilega kíkið við í vefverslun – henni hefur verið vel tekið – líka hægt að sérpanta ýmislegt með því að senda okkur línu á hér á síðunni eða heyra í okkur í síma 510-8888 (velja 3), slóðin er:  https://lasar.is/shop/

Breyting á nafni

Neyðarþjónustan er núna Lásar-Neyðarþjónustan ehf, sem við styttum í Lásar (stutt og skemmtilegt). Sama kennitala – nýtt nafn. Spennandi tímar framundan!

Núna 24.05.2023 höfum við klárað breytinguna og Lásar-Neyðarþjónustan ehf, er núna bara Lásar, Neyðarþjónustan alveg farinn.