Við erum öll Almannavarnir

Við hlökkum öll til þegar þetta Covid tímabil mun taka enda en hjá okkur er verslunin opin virka daga kl 8-17, Skemmuvegi 4. Þar er plexigler sem vörn yfir afgreiðsluborðið ásamt því að hanskar, spritt og grímur eru í boði við innganginn. Svo er auðvitað líka hægt að skoða netverslunina okkar á www.lasar.is, senda okkur línu á [email protected] eða hringja í okkur 510-8888 og sjá hvernig við getum aðstoðað.

Öryggisskápar seljast

Góð sala hefur verið í öryggisskápum að undanförnu. Þeir kosta oft minna en árgjald öryggishólfa og þú kemst í skápinn þinn þegar þér hentar. Sjá meira hér:

https://lasar.is/product-category/oryggisskapar/

Bakvarðasveit

Lásar ehf hafa í mörg ár keypt stóru björgunarfólksstyttuna. En gerðumst á dögunum Bakvörður björgunarsveita landsins sem vinna mjög svo mikilvæg verkefni og leggja með þeim hætti sitt af mörkum til starfsins með mánaðarlegum greiðslum þeim til stuðnings.

https://www.landsbjorg.is/felagid/tekjur-og-fjaraflanir/bakvardasveitin

Steen Allermand

Við viljum minnast Steen Allermand fyrrum frkv.st. Kaba í Danmörku, f. 1959, d. 2019, en hann var mikill hugsuður og brann mikið fyrir lása, lykla og alla tækni þar í kring. Hann sýndi okkur alltaf mikla virðingu og við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum.

Vefverslun

Endilega kíkið við í vefverslun – henni hefur verið vel tekið – líka hægt að sérpanta ýmislegt með því að senda okkur línu á hér á síðunni eða heyra í okkur í síma 510-8888 (velja 3), slóðin er:  https://lasar.is/shop/

Breyting á nafni

Neyðarþjónustan er núna Lásar-Neyðarþjónustan ehf, sem við styttum í Lásar (stutt og skemmtilegt). Sama kennitala – nýtt nafn. Spennandi tímar framundan!