Bílar

Lásar ehf. búa yfir góðri aðstöðu innadyra til að gert viðgerðir við bilaðar læsingar, kveikjulása, skottlæsingar, þakbogalæsingar og annað. Gott er að koma með bílinn eða hlutinn strax á morgnana en við gefum okkur yfirleitt um 2-3 klst í viðgerð, þó kemur fyrir að bíllinn þurfi að vera yfir nótt, allt eftir umfangi viðgerðar.

Smáskilaboð eru send í farsíma þegar hlutur eða bíll er tilbúinn. Einnig er hægt að smíða lykla beint í læsingar ef lyklar eru týndir. Þá er oft hægt að breyta læsingum til að þær virki með nýjum lykli, þó nokkuð ber á því að fólk sé með tvo lykla: annan að svissinum og hinn að hurðarlæsingunni. Þessu er hægt að breyta svo sami lykill gangi bæði læsingu og sviss (kveikjulás).


Viðgerðir út í bæ og uppsetningar á pumpum

Mikið álag getur verið á hurðapumpum þar sem umgangur er mikill, þær fara stundum að leka og þá er gott að skipta um þær. Lásar efh. selja hurðapumpur í verslun bjóða einnig upp á uppsetningu þeirra. Best er að hafa samband við verslun og panta viðgerðamann í verkið í síma 510-8888, ýta á 2 fyrir verslun, senda fyrirspurn héðan.

Lásar ehf. bjóða upp á ísetningu læsinga og skráa ásamt því að selja búnaðinn. Tökum einnig úr hurðum fyrir stafjárnum, aukalæsingum, setjum upp gægjugöt og hurðahúna – allt sem tengist læsingabúnaði hurða. Setjum einnig upp keðjur og hurðaöryggi t.d. Secure Ring. Best er að hringja í verslun og panta viðgerðamann í síma: 510-8888 og ýta á 2 fyrir verslun eða senda fyrirspurn héðan.