Fróðleikur – Bílar
Síðasti lykillinn
Ert þú einn af mörgum bifreiðaeigendum sem á bara EINN lykil að bílnum? Það er oft mikið dýrara að fá lykil þegar allir lyklar eru týndir, fyrir utan óþægindin sem því fylgir. Bílar eru flóknari en þeir voru fyrir nokkrum árum.
Við getum smíðað og forritað flestar gerðir bíllykla auk þess að bjóða upp á sérpantanir á lyklum með fjarstýringum, á góðu verði.
Ef þú skyldir nú samt vera svo óheppin(n) að týna síðasta lyklinum þá getum við líka smíðað nýjan lykil, komið á staðinn og forritað hann, oft samdægurs. Hér er beiðni til að fylla út ef allir lyklar eru týndir.
Læsingarnar
Árstíðirnar, rykið og saltið á götunum (á veturna) eyðileggur læsingarnar á bílunum, með hjálp eiganda bílsins. Flestir bílar koma með fjarstýringum og því er hurðarlásinn ekkert notaður, á sumum bílum er þessi vara-leið inn í bílinn orðin ónothæf með öllu eftir aðeins einn vetur en oftast tekur þetta 2-4 ár. Við mælum með því að smyrja í alla lása (ekki svissinn) og snúa lykli í þeim tvisvar sinnum á ári, svoleiðis er hægt að tryggja að hægt sé að komast inn í bílinn ef hann eða fjarstýringin verður rafmagnslaus. Komdu við hjá okkur og náðu þér í góða lásaolíu sem heldur lásnum liðugum.
Athugið, sum “olía” er ekki góð til smurningar heldur virkar sem olía í stutta stund en þornar svo upp. Hér er hlekkur á olíu í vefverslun okkar sem við mælum með.
Veturinn
Þegar sílinder frýs á veturna má sprauta ísvara inn í hann og hinkra í smá stund, sprauta því næst olíu og opna svo. (ísvarinn eyðir olíunni sem fyrir er í sílindernum). Lásar – mæla með K7 til smurningar sílindra og læsinga sem fæst líka hjá okkur. Gott er að smyrja dyr og læsingar reglulega.
Út að skafa
Gott ráð er að skrúfa niður rúðu, annað hvort bílstjóra- eða farþegamegin, þegar farið er út úr bílnum og hann í gangi (t.d. til að skafa frost af rúðunum), því þegar kallt er úti þá opnast bíllinn ekki endilega „alla leið“ svo þégar þú ert með sköfuna klára og lokar hurðinni þá skellur lásbúnaðurinn til baka og læsir bílnum. Það er ekki gaman að lenda í því að læsa lykla inni í bílnum á leið til vinnu eða skóla.