Lásar ehf. er sérverslun og verkstæði með lyklasmíði, læsingar og skyldar vörur. Við búum yfir víðtækri þekkingu á bíllyklum, fjarstýringum, læsingum og kveikjulásum (svissum) sem við reynum að leysa samdægurs. Sum bílaumboð þurfa að panta lykla að utan sem getur tekið lengri tíma – allt upp í tvær vikur. Þegar þú velur okkur færðu:

  1. Útkallsþjónustu – vanir menn við að laga og skipta um lásbúnað hjá heimilum og fyrirtækjum
  2. Lyklasmíði – aukalykla eða nýja lykla fyrir nánast allar bíltegundir og flesta lása og öryggisskápa, einn stærsti og fjölbreyttasti lyklalager landsins, með meira en 12 þúsund mismunandi gerðir lykla.
  3. Öryggið af því að það er vant fólk að vinna við bílinn þinn, við erum með 2 starfsmenn sem eru meðlimir í Auto Locksmith Association (ALA) og við erum að bæta fleirum í þann hóp
  4. Góða þjónustu – ef lásinn eða lykillinn er ekki til hjá okkur þá gerum við okkar besta við að útvega viðkomandi vöru, við erum í góðu sambandi við all marga framleiðendur og ennþá fleiri söluaðila.

Aðrir kostir þess að velja okkur

Við leysum verkið yfirleitt samdægurs, við getum náð í ræsivarnanúmer (PIN kóða) úr flestum bílum (nauðsynlegt til að forrita nýjan lykil við), þú þarft yfirleitt ekki að draga bílinn til okkar þar sem við getum í langflestum tilfellum komið til þín á sérútbúnum bíl með tölvubúnað til að forrita og skera bíllykil.
Við eigum mikið úrval bíllykla (aftermarket og original) og fjarstýringa á lager.
Týndum bíllyklum bjargað samdægurs eða næsta virka dag í flestum tilvikum.
Við reynum að bjóða hagstæðasta verðið.

Hvort sem þig vantar smartlykla (lyklalaust aðgengi), lyklaspjöld, flip lykla, vélræna lykla, eða lykla með örflögum, er um að gera að hafa samband.

Við kappkostum að vera með nýjustu vélarnar á markaðnum.

Við erum staðsett á Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO) og síminn í verslun er 510-8888 (ýta á 2), einnig hægt að senda okkur fyrirspurn hér. 

lyklasmíði
lyklasmíði