Breytingar á sílinder
(1) Breyta sílinder fyrir lykil: Hægt er að láta okkur breyta sílinder þannig að hann passi upp á lykil sem nú þegar gengur að öðrum hurðum á heimilinu svo framarlega sem þetta er svipuð týpa. Líka hægt að kaupa nýja tilbúna t.d. 3 eins sílindera og skipta um í öllum hurðum hússins (ef þær eru 3). Einfalt mál að bæta við eins sílinderum ef hurðirnar eru fleiri.

Þegar ætlunin er að kaupa nýjan sílinder og raða honum þannig að gamli lykillinn passi þarf að koma með lykilinn með sér og stundum skilja eftir. Hér á síðunni undir flipanum „Fróðleikur“ má sjá hvernig hægt er að skrúfa ávalan sílinder úr hurð. Annars veita lásasmiðir okkar alltaf ráðgjöf í síma 510-8888 (velja 2 fyrir verslun) ef þið lendið í vandræðum með að losa.
(2) Breyting á svalalæsingu: Margar svalahurðir á jarðhæð eru því miður ekki með alveg nógu góðan búnað ef hurðin ætti að teljast örugg á jarðhæð. Við getum breytt læsingu á svalahurð í læsingu með snerli og sílinder, gefið að breidd timburssvæðisins á hurðinni sé 9-10 cm (svo láshúsið komist fyrir inni í hurðablaðinu). Einnig hægt að fá innbrotajárn og lamalæsingu sem auka vörn t.d. fyrir hurðir sem opnast út er hér hlekkur: https://lasar.is/product/secustrip-153-type-1-2050mm-innbr-vorn/ og https://lasar.is/product/bsa-90-oryggi-vid-lamir/. Heyrið í okkur í síma 510-8888 (velja 2) og athugið hvernig við getum aðstoðað eða skrifið okkur hér á síðunni og óskið endilega eftir tilboði.

