Eftir 1995 var sett ræsivarnarörflaga í flesta bíllykla. Þessa örflögu þarf að forrita eða para við bílinn svo hægt sé að ræsa. Misjafnt er eftir tegundum hvað gera þarf til þess að koma bílnum í gang en yfirleitt dugar að tengja hann við tölvu til þess að para saman nýja lykilinn og bílinn. Í sumum tilfellum þarf hins vegar að taka tölvuna úr bílnum og handmata hana á upplýsingum úr lyklinum, eða úr tölvu í lykil, í þeim tilfellum er verkið eitthvað kostnaðarsamara. Í flestum tilfellum komum við á staðinn í forritanir og klárum dæmið en stundum þurfum við að fá bílinn til okkar til að klára dæmið. Ferlið hefst þó alltaf á því að þú hringir í síma: 510-8888 / 2 fyrir verslun eða fyllir út beiðni hér á síðunni ef allir lyklar eru týndir. Þegar við höfum fengið þær upplýsingar sem við þurfum getum við betur svarað því hvað verkið kostar.

forritanir

Í stuttu máli virkar ferlið fyrir forritanir úti í bæ svona:

  • (1) Þú hefur samband/fyllir út beiðni hér á síðunni ef allir lyklar eru týndir.
  • (2) Við höfum samband með verð sem þú staðfestir.
  • (3) Við keyrum á staðinn með tölvur og græjur og forritum lykilinn inn í bílinn.
  • (4) Við keyrum tilbaka í verslun okkar Skemmuvegi 4 og klárum að skera lykilinn.
  • (5) Þú færð sent SMS þegar þú mátt koma og sækja og greiða lykilinn.

Við forritum svo auðvitað mikið af bíllyklum á plani hjá okkur við verslunina. Stundum þarf t.d. að draga bíla til okkar og þá vinnum við á plani hjá okkur. Forritum líka á plani hjá okkur ef um aukalykil er að ræða og til er amk einn virkur lykill.

Það kemur líka fyrir að bílar „hendi bíllyklum úr minni“ gerist t.d. stundum ef bílar verða rafmagnslausir. Þá getur verið að þurfi að forrita bíllykilinn aftur við bílinn og Lásar ehf hafa tækjabúnað til að græja það.

Þú getur líka sent okkur verðfyrirspurn hér á síðunni: https://lasar.is/contact/