Helstu vörumerki
Lásar ehf hafa síðan 2007 selt vörur frá norska Möller Undall, sem síðar var keypt upp af Kaba, lásaframleiðandanum sem stofnað var í Sviss 1862. Lásar ehf urðu síðan samstarfsaðili fyrir Kaba vörurnar sem vöktu strax mikla lukku – enda gæðavörur. Kaba sameinaðist svo fyrirtækinu Dorma í sept. 2015 og heitir nú Dormakaba. Þau framleiða allt sem viðkemur læsingum, hurðabúnaði og hurðapumpum. Einnig alls lags lausnir fyrir aðgangsstýringar, hlið, glerveggi ofl. .
Önnur góðkunn merki eru spænski framleiðandinn JMA, skosku Esla, Ifam, Basi, þýsku Burg Wachter, Gege (sem er sérlína innan Dormakaba), DeRaat sérfræðingar í öryggisskápum, Master Lock, Yale og RB locks (þ.á.m. Locxis öryggissílinderalínan).
Lásar ehf. flytja sjálfir inn frá birgjum í langflestum tilfellum og eru með gott viðskiptanet úti í heimi ásamt því að vera dugleg að mæta á alls kyns lásaráðstefnur og vera meðlimur í alþjóðlegum lásasamtökum.
Ef það er eitthvað sem ykkur finnst vanta endilega athugið með hvort ekki sé hægt að sérpanta það fyrir ykkur. Hægt að hafa samband hér á síðunni eða senda póst á [email protected]










