Lyklakerfi
Sami lykill fyrir heimilið, vinnustaðinn, skápa, hengilása ofl. Lykilatriði er fyrir öll fyrirtæki, einstaklinga, húsfélög og stofnanir að hafa gott lyklakerfi í húsnæði sínu. Viðmið framleiðanda er að jafnan skuli skipta um lyklakerfi á 15-20 ára fresti, eftir þann tíma er einkaleyfi venjulega dottið úr gildi og því möguleiki fyrir hvern sem er að fá lykla hvar sem er.
Stór hluti lyklakerfa á Íslandi er úreltur.
Nauðsynlegt er að umsjónarmaður húsnæðis viti alltaf nákvæmlega hver er með hvaða lykil. Hægt er að framleiða sérhvert lyklakerfi eftir nákvæmum óskum og þörfum hvers viðskiptavinar.
Dæmi um aðgengi gæti til dæmis verið: A, B, C og D lyklar. „A“ masterlykill, passar að öllum hurðum. „B“ er að útihurð og söludeild. „C“ er að útihurð, lager og hengilásum á plani. „D“ er fyrir ræstingu, útihurð, söludeild og kaffistofu. Þetta er einungis lítið dæmi um útfærslur sem hægt er að gera. Þá getum við smíðað sama lykilinn fyrir mismunandi sílendra; ávala, euro og t.d. hengilása. Allt eftir þörfum hvers og eins. Það er líka hægt að fá t.d. hengilása inn í lyklakerfi.
Einnig er hægt að framleiða lyklakerfi fyrir fjölbýlishús sem eru „opin“ og eru lyklar framleiddir gegn framvísun lykils án þess að sérstaka beiðni þurfi. Algengasta útfærslan er sú að hver íbúi komist inn í sína íbúð + sameignahurðir, ekkert annað.
Þekking okkar, víðtæk reynsla og þjónusta stórra og smárra lyklakerfa er það sem skilur Lása frá öðrum lásasmiðum. Við teljum okkur vera með bestu framleiðsluna, uppsetninguna og þjónustuna við lyklakerfin. Við framleiðum lyklakerfi frá KABA (stofnað 1862) (heitir nú Dormakaba) sem við teljum með því betra sem í boði er, einnig sjáum við um viðhald og aukasmíði í ASSA lyklakerfi.
Hægt er að nálgast kerfisskema hér á síðunni. Það eina sem þarf að gera er að fylla hann út og senda á [email protected] og við sendum til baka kostnaðaráætlun. Við mælum eindregið með því að fá aðstoð eða ráðgjöf við útfyllingu skemans fyrir öll stærri kerfi. Við sérhæfum okkur í þessu svo hikið ekki við að spyrja. Engin lyklakerfi eru of lítil og engin of stór.
Starfsmenn Lása koma á staðinn ef óskað er og hjálpa til við útfyllingu kerfisskemans, þér að kostnaðarlausu, á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú ert á landsbyggðinni getum við aðstoðað við gerð skemans í gegnum síma og tölvupóst.
Lásar er með yfir 30 ára reynslu af lyklakerfum og þjónustar rúmlega 7000 lyklakerfi víðs vegar um landið. Páll Rafnsson hefur séð um þjónustu við lyklakerfi í fjölda ára, hann var áður hjá lyklakerfisdeild Húsasmiðjunnar en Lásar tóku hana yfir árið 2012. Líttu við á Skemmuvegi 4, blá gata (f neðan BYKO) eða heyrðu í okkur í síma 510-8888 (ýta á 2) ef þú vilt heyra meira hvort lyklakerfi séu lausn fyrir þig eða sendu okkur póst á [email protected].
iLOQ
Við erum þjónustuaðili iLOQ á Íslandi og með haustinu munum við geta boðið lykla og sílindra í þessu skemmtilega lyklakerfi.
Í stuttu máli er iLOQ stafrænt lyklakerfi sem notast við „venjulega“ sílindra, þegar lyklinum er rennt í sílinderinn myndast rafmagn sem notað er til að lesa af flögunni í lyklinum, þessa flögu er hægt að forrita með nánast hvaða síma sem er, ef þú færð aðgang að hurð með sms þá getur þú forritað lykilinn og svo opnað hurðina.
Nánari upplýsingar hér: https://www.iloq.com/en/