Siðareglur
Verklag Lásar – Neyðarþjónustunnar ehf. er skýrt og ávallt þarf að sýna skilríki við verkbeiðni. Staðsetningarbúnaður er í bifreiðum okkar til að allt sé rekjanlegt. Við leggjum kapp á að vinna eftir siðareglum ameríska lásasmíðasambandsins (ALOA) – hér eru þær lauslega þýddar á okkar ástkæra tungumál.
- Að viðhalda sæmd starfsgreinar okkar er skylda allra meðlima ALOA
- Að hafa sanngirni að leiðarljósi til viðskiptavina og sinna starfi sínu af stolti
- Að greina þarfir og öryggi viðskiptavinar af óhlutdrægni og mæla með bestu mögulegu lausn með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi
- Að bera sig virðulega í starfi
- Að fara að öllu leyti að gildandi lögum og reglum er starfsumhverfið varðar
- Að stunda ekki auglýsingar og viðskipti á villandi hátt
- Að forðast óviðeigandi eða vafasamar aðferðir og neita slíkum beiðnum
- Að nota ekki kunnáttu sína og reynslu á þann hátt að hætta skapist fyrir viðskiptavin eða almenning
- Að forðast tengsl við vafasama aðila, einstaklinga eða fyrirtæki með því að leyfa notkun á nafni sínu á nokkurn hátt
- Að styðja við lásasmíðagreinina í heild með því að deila upplýsingum og reynslu með öðrum lásasmiðum
- Að hvetja og stuðla að hollustu við starfsgreinina og vera ávallt tilbúinn að beita þekkingu sinni og færni til þjálfunar og framfara í starfsgreininni