Það sem við gerum út í bæ

Eftirfarandi hlutir sem við gerum út í bæ:

  • Opnum húsnæði og bíla
  • Opnum öryggiskápa og annað ótalið
  • Gerum við og skiptum um læsingar í húsnæði
  • Bætum við aukalæsingu á hurðir
  • Skiptum um, stillum og setjum upp hurðapumpur
  • Forritum lykla í bíla
  • Sinnum samningsbundnu viðhaldi lásbúnaðar húsnæðis fyrir fasteignafélög
  • Setjum upp höfuðlyklakerfi (masterkerfi)
  • Það kemur oft eitthvað nýtt upp – sjáum til

Breyting á svalahurðalæsingu I

Hér fyrir neðan er sýnt hvernig hægt er að breyta algengri læsingu á svalahurð í læsingu með snerli, sílinder og innbrotajárni og lamalæsingu sem auka vörn. Smelltu á myndirnar til að sjá hvernig hægt er að gera þetta skref fyrir skref. Timburstykkið (ramminn) þarf þó að vera um 9-10 cm breitt svo hægt sé að koma láshúsi fyrir í hurðablaðinu. Einnig er hægt að kaupa húnasett með snerli að innan og lykillæsingu að utan sem passar í gömlu svalahurðaskránna (þá þarf ekki að fræsa úr eins og hér er sýnt), sjá pkt svalahurðalæsing II hér að neðan. Með þessari aðferð er 3-punkta læsingin tekin úr og venjuleg skellilæasing/boltalæsing sett í staðinn. Af þessum völdum er afar líklegt að hurðin muni vinda upp á sig, hvort sem það verður eftir ár eða 5. Kostnaður er alveg um 100þús kallinn, misjafnt eftir aðbúnaði og hurðum.


Breyting á svalahurðalæsingu II

Þetta húnasett er hægt að fá uppsett hjá okkur fyrir þá sem vilja auka öryggi sitt á jarðhæð eða svölum.  Læsist með snerli að innan og lykli að utan og króklæsingar gömlu þriggja punkta skránnar virka enn þá. Hentar þar sem ekki er pláss fyrir hefðbundið láshús í breidd timburs við hlið rúðu. Nokkur vinna er að setja þennan búnað í og er hann ekki seldur í lausu, aðeins með uppsetningu og verðið er alveg um 80þús.

  • Hér er nýja settið komið í - tekið að innan, læsist með snerli.