Læsingar – olían er mikilvæg

Eftir gott sumar er haustið að bresta á, rykið í loftinu er búið að setjast inn í sílendra og læsingar, rakinn sem kemur svo með haustinu er ekki góð blanda til að leyfa að frjósa saman inni í læsingunum. Komdu við hjá okkur og náðu þér í góða lásaolíu sem heldur lásnum liðugum.
Þetta er sérstaklega mikilvægt ef um prófílsílinder er að ræða, en á honum eru pinnarnir í neðanverðum sílinderunum og safna því í sig ryki úr andrúmsloftinu og ló úr vösunum.
Við mælum með að láshúsin sjálf séu smurð 1-2 sinnum á ári. Þetta er mjög mikilvægt ef um er að ræða 3-punkta skrár en þá skal smyrja í alla hreyfanlega hluti. Þriggja punkta skrár geta verið dýrar og mikilvægt að halda þeim vel við.

Athugið, sum “olía” er ekki góð til smurningar heldur virkar sem olía í stutta stund en þornar svo upp. Hér er hlekkur á olíu í vefverslun okkar sem við mælum með.


Óheimil innganga

Lásar hafa lengi haft plastskilti til sölu í verlsun og í lásabíl sem ætlað er til notkunar á eignum þar sem innganga er óheimil. Á bak við plastskiltið, sem fest er fyrir aftan rósettu og hún, er límmiði með símanúmeri og texta sem segir: Hér á má lásasmiður ekki opna nema að fengnu leyfi í síma…

lásar

Tegund sílindera

Tegund sílindra er margsskonar og því mikilvægt að biðja um rétta gerð þegar óskað er sílindraskipta.

Hér á eftir fara nokkrar algengustu gerðanna.

Venjulegur ával

Þeir eru til stuttir og langir en í dag er alltaf settur langur

sílindrar

Prófíslílinder

Þessir eru til í ótal útgáfum, myndirnar sýna hvernig þeir eru mældir, þeir eiga ekki að standa mikið útúr hurðinni og því á aldrei að mæla sílinderinn sjálfann nema hann passi akkúrat. Ef það er snerill að innan þá er hann tekinn í seinni mælingunni. T.d. 35/40sn (35mm að utan og 40mm að innan, þar sem snerillinn er)
Við gerðum líka myndband sem sjá má með því að ýta hér.


Skrúfaður sílinder

Ekki mjög algengur hér en kemur þó fyrir, sérstaklega í álhurðum og svo gömlu harðviðarhurðunum. Þar sem þessar tvær gerðir eru ekki eins (og til fleiri) þá þarf að skoða það frekar.

prófílsílinder

Smekklássílinder

Lásinn sjálfur er innan á hurðinni, algengt í eldri húsum.

smekklássílinder

Skipt um sílinder

Hér koma leiðbeiningar hvernig hægt er að skipta um ávalan sílinder.

  1. Skrúfið sneril af á innanverðri hurðinni. Síðan þarf að losa skrúfurnar tvær í enda sílinders.
  2. Gamli sílinder tekinn úr og sá nýji settur í, skrúfur festar í enda sílinders.
  3. Mikilvægt er að vera með rétta stærð af rósettu utan um sílinderinn en hann ætti ekki að standa nema um 2 mm út fyrir rósettu.
  4. Skrúfið rósettuna fasta og gangið frá snerli aftur að innanverðu.
ával sílinder
Ávalur skandinavískur sílinder.

Leiðbeiningar hvernig hægt er að skipta um prófíl sílinder:

  1. Það er skrúfa á endanum á láshúsinu sem er í svipaðri hæð og neðsta brún sílinders, losaðu og taktu þessa skrúfu úr.
  2. Togaðu í snerilinn til að draga sílinderinn úr hurðinnni, á sama tíma þarft þú að snúa aðeins upp á hann þar til þú finnur að sílinderinn byrjar að togast út, haltu þeirri stöðu á snerlinum og haltu áfram að toga út.
  3. Settu hinn sílinderinn í, í þetta sinn getur þú miðað við að flipinn sé ekki fyrir á leiðinni.
  4. Skrúfaðu skrúfuna aftur í (hægt að nota sömu skrúfu aftur).
euro sílinder
Prófílsílinder (stundum kallaður Euro sílinder líka). Hér sýndur án snerils.

Varstu að flytja

…þegar þú tekur við nýju eða notuðu húsnæði eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir ekki fengið alla lykla afhenta – veist þú hver er með lykil að nýju eigninni þinni?
Það er snjallt að skipta um sílindra strax, kostnaðurinn er bara lítið brot af því sem annars gæti orðið.
Ef það er nýlegt lyklakerfi er þó oft hægt að fletta því upp hversu margir lyklar hafa verið smíðaðir í viðkomandi læsingar.

lyklar
Veistu hverjir hafa aðgang að húsnæðinu þínu?

Hurðaskellur

Þegar hurð með hurðapumpu skellur fast að stöfum, eða lokast alls ekki, er pumpan ekki endilega biluð eða ónýt, við komum og stillum pumpuna, ef það er svo ekki hægt eftir allt saman þá egum við nýjar og getum sett þær upp.
Athugaðu að ef þú ætlar að stilla pumpu þá skiptir máli að velja sér sæmilegan dag til þess, það má ekki vera mikið rok. Þegar pumpan er vel stillt þá lokar hún rólega en skellur aðeins á síðasta kaflanum en það er til að tryggja að hurðin fari í lás. Þegar veðrið er leiðinlegt er viðbúið að hurðin lokist ekki eins og ætlast er til en lítið er við því að gera.
Ef millihurð er stutt frá aðalhurðinni þá gæti verið nauðsynlegt að setja loftrist á millihurðina til þess að það myndist ekki loft-tappi, svoleiðis getur hindrað báðar hurðir til að lokast eðlilega.

hurðaskellur
Við bjóðum upp á hurðapumpur frá DormaKaba og fleirum

Þriggja punkta skrá

Er orðið erfitt og stíft að loka, læsa eða opna hurðina?
Er 3-punkta skrá í hurðinni (sjá mynd)?

þriggja punkta skrá
Dæmigerð þriggja punkta skrá.

Ef þú getur svarað báðum spurningum með JÁ þá þarf að laga sem fyrst, að bíða með það getur kostað margfalt meira. 
Lásar getur útvegað flestar gerðir af skrám og veitir uppsetningu og ráðgjöf 510-8888 velja 2.

Ef þú ert með 3 punkta (eða fleiri) láshús sem er bilað þá getum við í flestum tilfellum fundið passandi láshús, úrvalið er gríðarlegt samt svo það er betra að mæla allt vel, til þess erum við með sérstakt eyðublað sem þú getur fyllt út og sent okkur. Smelltu á þennan texta og sæktu þér eyðublaðið.


Uppsetning lásbúnaðar

Her er mynd af lásbúnaði í Skandínavískri hurð

hús