Almennt

Lyklar eru af ótrúlega mörgum gerðum, allt frá því að vera einfaldir skegglyklar yfir í það að vera forritaðir tölvulyklar og margir jafnvel hvort tveggja.
Fyrsti lásinn er talinn hafa verið gerður í Egyptalandi um 4000 árum fyrir Krist og var bæði lás og lykill úr tré, núna eru til lásar sem þurfa ekki lykil þó að við kjósum oftast að lásarnir hafi lykillás einhversstaðar til að hægt sé að komast inn á varaleið.


Ef sprunga er komin í lykil þá þýðir það venjulega að hann muni brotna innan skamms, það borgar sig að láta smíða annan strax og henda þessum sprungna.

Það er *ekki undir neinum kringumstæðum* gott að eiga bara einn lykil, góðar líkur eru á að hann muni týnast eða ekki vera við hendina þegar æskilegt er, með tilheyrandi aukakostnaði og leiðindum, oft er það fjárfesting að eiga aukalykil en sú fjárfesting er svo miklu betri en gjaldið fyrir að eiga hann ekki.
*undantekningin er víst þegar þú ert með höfuðlyklakerfi, þá er gott að smíða sem minnst af lyklum, þá er líka allt skráð og lítið mál að smíða nýjan ef hann týnist.

Lyklar týnast á hverjum degi og að týna eina lyklinum gæti verið mikið vesen.


Kerfis lyklar og smíði þess

Til að varast fýluferð í verslun er gott að athuga hver er með réttindi til að taka út lykla í lokuðu lyklakerfi. Stundum þarf formaður húsfélags að gefa leyfi. Þá er annað hvort hægt að koma með skriflegt leyfi þess efnis til okkar, eða að formaður sendir tölvupóst á kerfi(hja)lasar.is áður en viðkomandi kemur í verslun og tilgreinir þar hver fær leyfi, hvaða lykil viðkomandi megi láta smíða og hversu mörg eintök. Þetta virðist allt vera flókið en er gert til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar. Lásar ehf mæla einnig með að færa prófkúru á réttan aðila við sölu á eign.