Snjalllásar eru af ýmsum gerðum og hafa ýmsa kosti, og ókosti.
Við höfum í nokkur ár skoðað og spurt og prófað og núna loksins höfum við fundið lása sem okkur líður vel með að selja, þeir eru ekki þeir ódýrustu en við erum viss um að þeir eru með þeim betri.

Þegar þú kaupir snjalllás þarft þú að gera upp við þig hvaða virkni þú sækist eftir:
– Fingrafaralesara
– PIN númer
– Kortalesara
– Símaopnun
– Dyrabjöllu með myndavél
– Allt þetta eða jafnvel meira…

Snjalllásar sem eru vinsælir hjá okkur eru Easy2Access og Danalock en við erum að prófa fleiri sem gætu komið til okkar á næstunni.


Easy2Access

Hér höfum við Skandínavískan framleiðanda, lásarnir eru hannaðir, þróaðir og prófaðir í Danmörku og Noregi, þeir passa á Skandinavísk láshús og Evrópsk láshús, hvort sem þau eru venjuleg eða 3-punkta, þeir fást bæði króm/svartir og króm/hvítir.
Þeir koma allir með grunn virkni en viðbætur eru seldar sér, enda ekki allir sem vilja svoleiðis. Viðbætur eru: BT fyrir símaopnun, RING lásatenging fyrir að tengja dyrabjölluna (frá E2A) við lásinn.

808 er toppurinn, fingrafaraskanni, kortaskanni, PIN, hægt að læsa innri hún
905 kemur svo, kortaskanni og PIN, hægt að læsa innri hún
903 er eins og 905 nema ekki hægt að læsa innri hún
Svo er það EasyRing dyrabjallan sem leyfið þér að skoða hver er að dingla og ef þú ert með viðbótina þá getur þú líka opnað fyrir viðkomandi.


Danalock

Við höfum selt Danalock í nokkur ár og það eldist vel, þetta er góður búnaður enda líka þróaður í Skandinavíu.
Danalock er snerill sem settur er á innanverða hurðina en það er aðeins flóknara þegar hurðin er Evrópsk en þó mikið selt í svoleiðis.
Hér er hægt að fá aukabúnað sem leyfið þér að tengja lásinn við internetið ásamt því að setja takkaborð á hurðina.


Annað

Það er mikið úrval og margt gott, en það er hellingur að varast og þá má fyrst nefna Ali-síðurnar, þar er svo margt sem ekki virkar hér heima en samt kemur fólk hingað til okkar og biður um uppsetningu á þeim búnaði -við getum því miður ekki orðið við svoleiðis beiðnum því við viljum ekki eiga þátt í að breyta hurð fyrir búnað sem virkar mögulega bara í stutta stund eða ekki eins og sóst var eftir.

Aðal málið er, að hugsa sig vel um, hvað það er sem maður vill, fá ráð og velja eitthvað sem hægt er að þjónusta hér á landi.