Versla
Lykilskeljar – Nánar
Við eigum nær allar tegundir lykilskelja.
Mjög algengt vandamál við bíllykla er að þeir vilja brotna og það er óþarflega dýrt að forrita nýjan lykil ef það dugar að skipta um skel en þá er allt innvolsið fært á milli.
Lykilskeljar eru að öllu jöfnu í þremur útfærslum hjá okkur
- Skel án lykils = Yfirleitt hangandi fjarstýring og þá er hankinn að brotna sem festir hana við lyklakippuna – kostnaður 3.200
- Skel með lykli = fjarstýring með áföstum lykli, við skerum nýjan lykil og færum fjarstýringu og flögu yfir – kostnaður 4.300
- Skel með fliplykli / smartlykill = lykill sem skýst út með takka eða smartlykill = við færum innvolsið yfir og skerum lykil eftir þörfum – kostnaður 7.000
Þegar lyklar eru illa farnir þá þarf oft að lóða nýja takka á líka – þetta gerum við líka – verð 3.500 fyrir 1 takka eða 4.000 fyrir 2 takka
Stundum þarf að skipta um gúmmítakkana á sumum gerðum og kostar takkamottan 1.500
Við skiptum líka um rafhlöður í öllum lyklum – verð 1.000
(Verð er með fyrirvara um breytingar)
Sambærilegar vörur