Bíllyklar – Nánar

Bíllyklar hafa þróast verulega síðustu árin og eru meira í átt að tölvu í dag en lykli.

Ef bíllinn þinn er yngri en 15 ára þá eru yfirgnæfandi líkur á að hann þurfi tölvuflögu til að fara í gang, þessi flaga sést ekki og algengur misskilningur að það hafi eitthvað með fjarstýringuna að gera.

Við getum smíðað lykla og forritað í næstum alla bíla, venjulega er það ekki stórmál ef virkur lykill er til en ef enginn lykill er til þá vandast málið aðeins – allt er hægt samt (næstum)

Venjulegur bíllykill (aukalykill) kostar á bilinu 12.500 til 20.500

Fjarstýringarlykill (aukalykill) kostar oftast frá 28.500 til 33.500 en svo eru margar útgáfur dýrari.

Ef enginn lykill er til þá er kostnaður frá 38.700

Flokkur:

Sambærilegar vörur