aukalæsingar á bíla
Hér er QR kóði sem hægt er að setja á netið ef vilji er til að benda á þessa síðu.

Innbrot í vinnubíl getur í besta falli verið hvimleitt, oftast fylgir því kostnaður, í sumum tilfellum mjög mikill kostnaður og þá oft vandamál við að standa við gerða samninga, það er erfitt að geta ekki staðið við sitt við viðkiptavini. Verkfæri og vörur sem tapast er hægt að kaupa aftur, í einhverjum tilfellum borga tryggingarnar, tíminn sem fer í að bæta hlutina, fá þá til landsins og byrja aftur verður hinsvegar aldrei tryggt að fullu, á þeim tíma getur viðskiptavinurinn verið búinn að snúa sér annað eða hættur við. Innbrot sem gerð eru með því að fara í rafmagn í hurðunum getur líka kostað langan tíma á verkstæði. Við bjóðum upp á að setja aukalæsingar og annan varnar-búnað í flesta vinnubíla (listinn hér fyrir neðan, sem reyndar stækkar alltaf). Þú velur og hefur samband við okkur til að finna tíma í uppsetningu, svo einfalt er það.


Tegund innbrota

Aðferðirnar við að komast inn í bíla eru misjafnar, framleiðendur eru alltaf að reyna að bæta öryggið en alltaf finnast leiðir framhjá af því að sumum er alveg sama í hvaða ástandi bíllinn er skilinn eftir í.
1. Sílinder í hurð pikkaður eða tekinn með afli – lítið er hægt að gera við þessu annað en að setja öðruvísi sílinder í staðinn – í einhverjum tilfellum hefur framleiðandi hindrað aðgang að fraktrými með þessari aðferð.
2. Stungið er á ytra byrði bíls til þess að komast í láshús, rafmagn eða innra handfang (stungið þá í gegn), mjög dýrt getur verið að laga eftir svona innbrot, sérstaklega ef skorið er á mikið af vírum.
3. Hurðirnar (sérstaklega afturhurðin) er flysjuð niður og skriðið inn um opið sem myndast efst.
4. Rúður brotnar, hægt er að láta útbúa rimla fyrir gluggana.
5. Hvar endar ímyndunaraflið…

AF HVERJU að setja aukalæsingar á bílinn minn

Það er ekki endilega það fyrsta sem manni langar til að gera, að gera göt á nýja fína bílinn sinn og hafa aukalæsingar sjáanlegar, það borgar sig hins vegar að hugsa um hvernig bíllinn verður notaður, hvað verður flutt og geymt í honum og jafnvel hvernig ástandið er í þjóðfélaginu. Erlendis eru innbrot í vinnubíla mjög algeng, markmið þess sem brýst inn er að nálgast það sem inni í bílnum er og er í mörgum tilfellum alveg sama um ástand bílsins eftir að því markmiði er náð, það er ástæðan fyrir öllu því úrvali sem búið er að hanna sem varnir fyrir hina ýmsu bíla. Kostnaðurinn í upphafi er í flestum tilfellum hverfandi miðað við það sem getur horfið við innbrot og þeim viðgerðum sem þá þarf að standa í, bæði með kostnað og tíma. Mörg stórfyrirtæki erlendis hafa kosið að bæta öryggi alls síns bílaflota (t.d. pósturinn) og allir nýjir bílar byrja í svona uppfærslu (bæði aukalæsingar og stálplötur) áður en þeir fara á götuna á þeirra vegum. Við viljum bjóða upp á þessa lausn áður en innbrotin verða eins og erlendis. Taktu í það minnsta smá tíma til að hugleiða þetta og meta upphafskostnað á móti mögulegu tjóni.


Lyklar og lásar

Lyklarnir eru úr einkaleyfisvörðu lykilefni og því ekki hægt að fjölfalda þá hvar sem er, það er hægt að panta hjá okkur lykl með því að sýna kortið og lykil..
Lásana er hægt að fá sem einn stakan, tvo eins eða þrjá eins, allt eftir því um hvernig bíl er að ræða.

Hægt er að kíkja til okkar á Skemmuveginn til að fá að sjá bæði skellilásana (Ford Transit Connect) og króklásana (Mercedes-Benz Sprinter)

Aukalæsingar borga sig um leið og innbrot er reynt, margir munu hugsa „betra að þeir komist inn og skemmi ekki nýja bílinn minn“, málið er bara að þeir munu samt skemma bílinn og það verður alltaf betra að eiga búnaðinn sinn eftir svoleiðis tilraun.

Uppsetning

Við hjá Lásum höfum umboð til að setja þessa lása í, við höfum starfsfólk sem eru meðlimir í ALA (Auto Locksmith Association) en það er upprunalega fyrir bílalásasmiði í Bretlandi en er núna fyrir alla Evrópu og meira að segja víðar. Öll vinna er unnin samkvæmt málum og aðferðum framleiðanda lásanna og grunnað er í öll sár sem gera þarf í byrði bílsins. Við hjá Lásum settum fyrir nokkrum árum króklása í gamlan Sprinter sem við eigum, í allar hurðir, og hafa þeir staðið sig með eindæmum vel, engin vandamál, núna eigum við líka nýjan Transit Connect sem við settum skellilása á hurðirnar að afturrýminu, en skellilásarnir henta okkur vel því á þeim bíl er starfsmaðurinn á endalausum þönum inn og út úr bílnum, ef gleymist að læsa þá er bíllinn samt læstur.


HÉR ER LISTINN YFIR BÍLANA SEM VIÐ GETUM TEKIÐ AÐ OKKUR